Á Dokkufundinum verður fjallað um helstu áskoranir fyrirtækja og stofnana í dag; hraða stafrænnar þróunar, breyttar væntingar starfsfólks, samfélagskröfur og dvínandi traust. Kynntir verða fimm lykilþættir sem leiðtogar geta hugað að í eigin skipulagsheild og farið sérstaklega yfir hvernig nýta má tilgang sem drifkraft til að skapa traust, seiglu og framfarir.
Skúli Valberg Ólafsson, ráðgjafi hjá KPMG og doktorsnemi í þróun skipulagsheilda.
Skúli hefur áratuga reynslu úr atvinnulífinu og tekið þátt í rekstri fjölda tækni- og fjármálafyrirtækja, bæði á Íslandi og erlendis. Hann hefur starfað sem leiðtogi, stjórnandi og stjórnarmaður – og er nú handleiðandi ráðgjafi sem styður við breytingar fyrirtækja og stofnana.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn áður en honum lýkur fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.