Sjálfsforysta; Hvernig og hvert ætlar þú að leiða þig? Í þessu erindi mun Herdís Pála fjalla um hugtakið Sjálfsforystu og hvernig við getum nýtt 8 skref að sjálfsforystu til aukins árangurs og ánægju, í starfi og í einkalífi.
Efni erindisins höfðar til allra, allra sem vilja endurskoða og betrumbæta eitthvað í eigin lífi eða starfi, en ekki síst til þeirra sem vilja vera leiðtogar annarra eða leiðtogar árangurs.
Herdís Pála Pálsdóttir, mannauðsstjóri hjá EFTA
Herdís Pála hefur lengi starfað við stjórnun, mannauðsmál, markþjálfun, kennslu, fyrirlestrahald og ráðgjöf. Hún starfar nú sem mannauðsstjóri hjá EFTA en vinnur jafnframt að útgáfu efnis um Sjálfsforystu.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn þegar hann hefst fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.