fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sam­skipti: Lykillinn að vel­líðan og árangri í vinnu­um­hverfi

4. apríl @ 09:00 - 09:45

Samskipti eru ein af grunnstoðum árangursríkra vinnustaða. Þau móta menningu fyrirtækja, hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og geta ráðið úrslitum um hvort starfsfólk dafnar í starfi eða upplifir streitu og vanlíðan. Fyrir mannauðsstjóra og aðra sem vinna með fólki er lykilatriði að skilja bæði “innri” (sjálfstal) og “ytri” (út á við) samskipti og hvernig hægt er að þjálfa starfsfólk til að stuðla að betra starfsumhverfi og auknum árangri.

Á þessum Dokkufundi mun Ásta Guðrún deila ástríðu sinni um Samskipti og vera með opna umræðu um samskipti á vinnustað við þátttakendur.

Hver verður með okkur?

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, MCC Markþjálfi / MCC Coach

Ásta Guðrún er alþjóða leiðtoga-og stjórnendaþjálfi með MCC vottun frá ICF. Hún hefur verið sjálfsætt starfandi síðan árið 2014 með fyrirtæki sitt Hver er ÉG – Markþjálfun.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn þegar hann hefst fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Details

Date:
4. apríl
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.