- This event has passed.
Nærandi ferðaþjónusta – heildræn stefnumörkun og þróunarvinna
25. janúar @ 09:00 - 09:45
Dokkufundurinn er haldin í samstarfi við Íslenska ferðaklasann
Nærandi ferðaþjónusta (e. Regenerative Tourism) er hugtak sem hefur verið að hasla sér völl í umræðu um þróun ferðaþjónustunnar undanfarin ár, með áherslu á áhrif hennar á náttúrulegt og menningarlegt nærumhverfi sitt og heildræna nálgun á stefnumörkun og þróunarvinnu. Þar er hugað að ferðaþjónustunni og ferðaþjónustuaðilum sem þátttakendum í samfélagsþróun, frekar en að horfa á atvinnugreinina eina og sér.
Íslenski ferðaklasinn hefur undanfarin ár leitt verkefni um Norræna nærandi ferðaþjónustu (Nordic Regenerative Tourism, NorReg), sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni. Innan þess verkefnis er einkum horft til svæðisbundinnar þróunar og starfsemi lítilla og örsmárra fyrirtækja innan atvinnugreinarinnar.
Á Dokkufundinum, sem haldinn er i samstarfi við Íslenska ferðaklasann, munum við fá innsýn í hugmyndafræðina á bak við nærandi ferðaþjónustu og verkefnið um Norræna nærandi ferðaþjónustu.
Hver verður með okkur?
Ólöf Ýrr Atladóttir, verkefnisstjóri NorReg verkefnisins
Ólöf Ýrr Atladóttir starfaði sem ferðamálastjóri árin 2008-2017 og í Sádi Arabíu að ferðaþjónustuverkefnum 2018-2021. Hún hefur undanfarin ár rekið ferðaþjónustufyrirtæki nyrst á Tröllaskaga, ásamt því að sinna ráðgjafaverkefnum af ýmsu tagi.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.