Stígum inn í Völundarhús tækifæranna, tökum þátt í byltingu á vinnumarkaði, giggum og aukum lífsgæði.
Fjórða iðnbyltingin hefur gefið okkur tækifæri til að endurskoða svo margar hugmyndir okkar um vinnu:
Fyrir ansi marga verður það þannig að vinnustaður framtíðarinnar er þar sem þú vilt hann sé og þegar þú vilt.
Það eru jú margir á vinnumarkaði núna að íhuga hvernig þeir vilja halda áfram, eftir að hafa litið inn á við og aukið sjálfsþekkingu sína. Það eru margir sem munu hætta, eða vilja hætta í núverandi starfi, ekki endilega til að fara að fá sér álíka starf á svipuðum vinnustað, heldur til að fara að vinna með allt öðrum hætti. Það getur verið að einhverjir fari í að leita sér að annars konar starfi hjá annars konar vinnuveitanda, en sennilega verða mun fleiri sem velja að nýta þekkingu sína, reynslu og hæfni, til að afla sér lífsviðurværis á eigin forsendum. Að taka að sér verkefni sem styðja við þann lífsstíl sem fólk vill viðhafa, ekki að láta lífsstílinn ráðast af því við hvað er starfað.
Nú er góður tími til að teikna upp eigin leiðarvísi, að kortleggja hvaða leið við viljum fara, í einkalífi og vinnu, hvernig við ætlum að fara þessa leið, á hvaða tíma, með hverjum o.s.frv.
Þær Árelía og Herdís. mæta og ætla að leiða okkur í gegnum Völundarhús tækifæranna og leitast við að varpa ljósi á þau tækifæri sem bíða okkar og hvernig við getum sem best búið okkur undir að nýta þau.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.