- This event has passed.
Hvað er mennskur vinnustaður, vangaveltur mannauðsstjóra Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar
3. mars 2023 @ 09:00 - 09:45
Á Dokkufundinum mun mannauðsstjóri Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar fara yfir sínar vangaveltur um hvað sé mennskur vinnustaður og hvaða leiðir hún hefur valið að fara til að viðhalda og hlúa að því í sínu starfi.
Meðal þess sem Guðfinna kemur inn á er endurgjöf, kúltúrhakk, öryggi og traust.
Hver verður með okkur?
Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsstjóra Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.