Á Dokkufundinum ætlar Viktoría að segja okkur frá stóru verkefni sem hún leiddi fyrir hönd Össurar í miðríkjum Bandaríkjanna. Verkefnið fólst í að loka verksmiðju og færa vörur til Mexíkó. Verkefni sem við fyrstu sýn gat orðið mjög erfitt en varð í raun eitt það skemmtilegasta sem Viktoría hefur leitt. Á Dokkufundinum mun hún fara yfir hvernig hún notfærði sér hugmyndafræði verkefnastjórnunar, lean og þjónandi forystu sem gerði það að verkum að verkefnið kláraðist á undan áætlun, undir kostnaðaráætlun og með góðum teymisanda. Þess má geta að verkefnið spannaði 18 mánuði og var á síðustu metrunum þegar covid19 faraldurinn hófst. Teymið samanstóð af starfsmönnum úr framleiðslu-, þróunar-, innkaupa-, fjármála- og gæðadeildum Össurar í Bandaríkjunum, Mexikó, Íslandi og Þýskalandi.
Viktoría Jensdóttir, Global Project Manager M&O hjá Össuri
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna.