- This event has passed.
Uppsagnir: Neikvæð áhrif og stuðningur við starfsfólk

Á Dokkufundinum verður fjallað um uppsagnir og þær áhrifaríku afleiðingar sem þær geta haft, bæði fyrir þau sem láta af störfum og þau sem halda áfram. Við fáum innsýn í hvað ber að hafa í huga til að draga úr neikvæðum áhrifum og styðja starfsfólk og vinnustaðinn í gegnum tímabil breytinga á heilbrigðan og virðingarfullan hátt.
Hver verður með okkur?
Hilja Guðmunds, meðeigandi og ráðgjafi hjá Mental ráðgjöf,
Hilja brennur fyrir því að gera okkur meðvituð, mannleg og næm í samskiptum – allt frá ráðningu til starfsloka.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn áður en honum lýkur fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.