Við erum alltaf stödd í einhvers konar umhverfi og er dvöl í vinnuumhverfi stór hluti af daglegu lífi fjölmargra. En hefurðu gefið því gaum að vinnuumhverfið getur haft heilmikil áhrif á líðan þína, hugsun og hegðun? Hefurðu tekið eftir því hvernig sumir eiginleikar þess geta verið hvetjandi og uppbyggilegir en aðrir letjandi og lítt styðjandi?
Í fyrirlestrinum verður fjallað um ólíka eiginleika vinnuumhverfis og sálfræðileg áhrif þeirra á fólk rædd.
Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur, eigandi ENVALYS, fyrirlesari og kennari við Háskólann í Reykjavík
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.