- This event has passed.
Framlínustjórnun; þjónusta, sala og ráðgjöf
13. október 2023 @ 09:00 - 09:45
Ef fyrirtækið þitt er í þjónustugeiranum, þá eru viðskiptavinir þínir ekki í samskiptum við þig sem stjórnandann eða eigandann, þeir eru í samskiptum við
framlínustarfsfólkið þitt. Þess vegna er afar mikilvægt að framlínustarfsfólkið séu að þjónusta á þann hátt að viðskiptavinurinn upplyfi þá þjónustu sem fyrirtækið vill ná fram.
Með því að leggja áherslu á viðskiptavinamiðaða sölustjórnun, sem felur í sér aðferðina “Þjónusta-Ráðgjöf-Sala” þá er salan er hluti af þjónustunni og starfsfólk á auðvelt með að sýna frumkvæði. Það leiðir af sér meiri sölu á skemmri tíma, aukna ánægju viðskiptavina og starfsfólks.
Á Dokkufundinum verður farið í gegnum hvað viðskiptavinamiðuð sölustjórnun felur í sér og nokkur mikilvæg atriði sem tengjast framlínustjórnun og þjálfun framlínustarfsfólks.
Hver verður með okkur?
Þóra Valný Yngvadóttir, viðskiptafræðngur
Þóra Valný er viðskiptafræðingur frá Oxford Brookes University og hefur starfað í fjármálageiranum í Englandi og á Íslandi við sölustjórnun og vöruþróun. Hún hefur m.a. hannað fjármálaþjónustur og þjálfað ráðgjafa í frumkvæði og þjónustusölu í fjölda ára. Þóra Valný er með vottun í verkefnastjórnun og var verkefnastjóri í Landsbankanum í fjölda ára.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.