- This event has passed.
Þú þarft alls ekki að massa það í janúar!
10. janúar 2023 @ 09:00 - 09:45
Er komið að því að massa matarræðið og megrunina? Er gamla góða áramótaheitið komið á flug og þú ætlar að taka þetta með trukki í eitt skipti fyrir öll – næringin, hreyfingin, svefnin, hugleiðslan og allt hitt?
Kannski ertu þar og allt í lagi með það. Áramótaheit eða markmið eru góð og við efumst ekki eitt augnablik um gildi þeirra þegar við viljum ná tilteknum árangri. Og einmitt þess vegna viljum við að gefa þér fleiri vopn í vopnabúrið þitt.
Á Dokkufundinum fáum við innsýn í aðferð Betu, sem leggur áherslu á að kenna fólki þá list að hafa stjórn á blóðsykurjafnvægi líkamans og draga þannig úr einkennum eins og orkuleysi, þyngdaraukningu, svefnröskun og streitu.
Hver verður með okkur?
Beta Reynis
Beta er næringarþerapisti og með meistarafráðu í næringarfærði frá Háskóla Íslands.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.