- This event has passed.
Þegar vöxtur kallar á umbreytingu á menningu: Frá ráðgjöf í vörudrifið fyrirtæki
6. nóvember @ 09:00 - 09:45
Á Dokkufundinum verður fjallað um hvernig AGR hefur farið að því að umbreyta vöru og menningu fyrirtækisins frá því að vinna alltaf mjög sértæka vinnu fyrir hvern og einn viðskiptavin yfir í heim tækni og verkferla. Við fáum innsýn í hvernig AGR hefur umbreytt stefnu og menningu fyrirtækisins samhliða miklum vexti með starfsfólki í 10 löndum, viðskiptavini um allan heim og afar ástríðufullan starfsmannahóp
Hver verður með okkur?
Sigrún B. Gunnhildardóttir, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá AGR
Sigrún er rekstrarverkfræðingur hefur starfað hjá AGR í 10 ár og leiðir vöruþróunarstefnu fyrirtækisins. Aðalmarkmið fyrirtækisins er að útrýma sóun í aðfangakeðjunni og til þess hefur fyrirtækið þróað hugbúnað sem reiknar út áætlað magn af vörum sem viðskipavinur selur og hjálpar honum að hafa réttar vörur, á réttum stað, á réttum tíma. Samhliða starfi hjá AGR hefur Sigrún tekið virkan þátt í háskólasamstarfi m.a. með því að taka á móti starfsnemum, styðja við meistaraverkefni og halda gestafyrirlestra í háskólum landsins. Sigrún er með B.Sc. gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í aðgerðagreiningu frá Columbia Universithy.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.