fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hvert er hlutverk fatnaðar í ferli breytinga? (Dress and Success)

15. nóvember 2022 @ 09:00 - 09:45

Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið um umræðuefni dagsins. Þar er kona sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir þessari sögu, sem er um tvö þúsund ára gömul. Í annarri frægri sögu, sögunni um Mulan, þá blekkir kona kyn með fatnaði til þess að fá aðgang að tækifærum, sem hún hefur ekki sem kona. Það eru til fullt af svöna sögum úr raunveruleikanum. Í þessum sögum er tíska og klæðnaður notuð til að búa til annað „identity“ og til þess að komast út úr vondum aðstæðum.

Doktorsverkefni Lindu er að miklu leyti um hvert er hlutverk fatnaðar í ferli breytinga en ein af niðurstöðunum er að ef að hugmyndir breytast, þá breytast fötin. Linda rannsakar tísku og hvernig það hvernig við klæðum okkur getur haft áhrif á hvernig okkur gengur, bæði í starfi og einkalífi. Linda hvetur fólk til að festast ekki í einum stíl því rannsóknir hafa sýnt að fólk er hamingjusamari sem á sér margar sjálfsmyndir og klæðir sig eftir þeim.

Hver verður með okkur?

Linda Björg Árnadóttir, fatahönnuður og doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
15. nóvember 2022
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.