Á Dokkufundinum verður fjallað um hvernig nota má tengslanetsgreiningar til að greina möguleika sem styrkja stjórnun og breyta menningu í íslenskum og erlendum fyrirtækjum.
Tengslanetsgreining (e. Organisational Network Analysis™) byggir á þeirri hugmyndafræði að til að skilja ákvarðanir, hegðun og frammistöðu einstaklinga sé nauðsynlegt að skilja félagslegt umhverfi og tengslanetið sem þeir starfa í. Tengslanetsgreining hjálpar okkur að brúa bilið milli þess að skilja einstaklinginn og skilja skipulagsheildina. Leiðtogar ná árangri með því að tengja við og hafa áhrif á annað fólk. Hins vegar eru tengingar milli stjórnenda og starfsfólks, deilda og teyma sjaldnast skoðaðar af einhverri alvöru.
Á síðastliðnum árum hafa komið fram þróaðar greiningaraðferðir til að leggja mat á tegund og styrk tengsla innan skipulagsheilda. Tengslanetsgreiningin okkar byggir á rannsóknum með það að markmiði að hjálpa til við að sýna, mæla og meta tengslin milli leiðtoga, stjórnendateyma og starfsfólks. Það gefur leiðtogum fyrirtækja færi á að skilja hin síbreytilegu undirliggjandi tengslanet innan fyrirtækja, finna ónýtta hæfileika meðal starfsfólksins og stýra breytingum með markvissari hætti. Hvort sem þú vilt bera kennsl á þá sem þú mátt ekki missa, þá sem keyra nýsköpun í fyrirtækinu, þá sem eru í mestri hættu á kulnun, teymin sem virka best, deildirnar sem eiga að tengjast en gera það ekki og margt margt fleira er tengslanetsgreining leiðin að markmiðinu.
Gestur K. Pálmason markþjálfi hjá Complete
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna.