Gerðu þetta bara! Reynslusögur frá SVÓT greiningu og stefnumótunarvinnu með starfsfólki

Á þessum Dokkufundi fáum við að heyra reynslusögu af stefnumótunarvinnu hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Farið yfir aðdraganda, undirbúningi, SVÓT greiningarviðtölum, vinnu við stefnumótunina sjálfa og innleiðingunni sem nú er yfirstandandi.
Hver verður með okkur?
Arndís Soffia Sigurðardóttir, lögreglustjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Hæfniþættir
Á Dokkufundum er lagt upp með að efla hæfni þátttakenda, til að viðhalda og auka atvinnuhæfni þeirra – og sem styðja þátttakendur almennt við að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.
Á fundunum tengjum við ýmist við þá hæfniþætti sem WEF (World Economic Forum) hefur sagt að verði í mestri eftirspurn til næstu ára
eða þá hæfniþætti sem McKinsey hefur sagt að við þurfum á að halda til að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.
Á þessum fundi fá þátttakendur fróðleik sem tengist
- hæfniflokki WEF sem kallast Stjórnunarfærni (e. Management-Skills). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
- Mannauðsstjórnun
- Auðlindastjórnun og rekstur
- Gæðastjórnun
- hæfniflokki McKinsey sem kallast Vitræn hæfni (e. Cognitive). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
- Gagnrýnin hugsun
- Skipulag og vinnulag
- Samskipti
- Andlegur sveigjanleiki
Hvar verðum við
Á vefnum – í Teams