
Segja má að sveigjanleiki á vinnustað vísi til stefnu og starfshátta, sem veita starfsfólki meira frelsi til að ákveða hvenær, hvar og hvernig þau vinna. Þetta snýst ekki eingöngu um fjarvinnu — heldur felur það einnig í sér sveigjanlegan vinnutíma og sjálfræði til að nálgast verkefnin á ólíkan máta.
Á Dokkufundinum fáum við innsýn í hvernig sveigjanleiki hefur verið innleiddur hjá Advania. Leitað verður svara við spurningum eins og hvað þýðir sveigjanleiki í daglegu starfi, hverjir eru helstu kostir hans og hverjar eru helstu áskoranir sem fylgja sveigjanleika.
Enn fremur er farið yfir hvernig Advania tekst á við þessar áskoranir til að styðja bæði framleiðni og vellíðan starfsfólks.
Ingunn Guðmundsdóttir, mannauðssérfræðingur hjá Advania
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn áður en honum lýkur fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.