fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Svöl vinnustaðamenning og jákvæð streita

12. september @ 09:00 - 09:45

Vinnumenning er allt umlykjandi fyrirbæri sem getur verið eins og vinalegt faðmlag þegar vel tekst til. Á vinnustað þar sem slík menning ríkir er starfsfólk metið að verðleikum og nær bæði að vera í flæði og blómstra í starfi. Á slíkum vinnustað ríkir traust og “jákvæð streita” hvetur starfsfólkið til dáða.

Hver verður með okkur?

Svalar:
Ingibjörg Loftsdóttir og Líney Árnadóttir. Þær brenna báðar fyrir vellíðan á vinnustöðum og hafa mikla þekkingu og reynslu á því sviði. Þær hafa unnið að þróun gagnlegra verkfæra til að stuðla að vellíðan í vinnu og eru með reynslu af stjórnun, mannauðsmálum, námskeiðshaldi og fyrirlestrum auk þess að vera báðar markþjálfar.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
12. september
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.