Síðustu misserin hafa verið viðburðarík í heimi samfélagsmiðla. Við höfum séð umtalsverðar uppfærslur á einum vinsælasta samfélagsmiðli heims, Instagram. Notkun Íslendinga á LinkedIn virðist vera að aukast jafnt og þétt auk þess sem spjallmenni (e.Chatbots) virðast vera ryðja sér til rúms hjá íslenskum fyrirtækjum. Svo má auðvitað ekki gleyma Facebook, risanum á markaðnum! Facebook trónir enn á toppnum sem vinsælasti samfélagsmiðill landsins, þó að hegðun neytandans þar inni sé að taka töluverðum breytingum, þar sem hann er farinn að hallast meira að persónulegum samskiptum inni í lokuðum hópum.
Við skoðum þetta allt og leitum svara við fjölmörgum spurningum.
Sigurður Svansson, Head of Digital hjá Sahara, stafrænni auglýsingastofu
Í beinni á Teams – þú færð sendan tengil á fundinn ca. 30 mín. áður en hann hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á fundinn í síðasta lagi einni klukkustund áður en hann hefst.