Á þessum Dokkufundi ætlum við að velta fyrir okkur mögulegri breytingu á vinnumarkaðnum sem kölluð hefur verið “Stóra uppsögnin”. Kannanir sem gerðar voru fyrir ca. 1-2 árum gáfu til kynna að allt að 40% af vinnandi fólki var að huga um að segja upp í vinnunni. Okkur lék forvitni á að vita hvort uppsagnirnar sem virtust hafa verið í kortunum hafi orðið að raunveruleika og kannski líka hverjar voru ástæðurnar fyrir því að fólk var að hugsa um að hætta í vinnunni.
Við fengum þær Hörpu hjá Hoobla og Geirlaugu hjá Hagvangi til að velta þessu fyrir sér með okkur.
Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hoobla.
Hoobla aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að fá sérfræðinga í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli.
Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi, meðeigandi og stjórnendamarkþjálfi hjá Hagvangi.
Hagvangur er eitt elsta ráðninga og ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, stofnað 1971, og sérhæfir sig í ráðningum, einkum stjórnenda og sérfræðinga og mannauðsráðgjöf.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.