fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hver á vörumerkið? Samspili vörumerkis, mannauðs og menningar

17. janúar @ 09:00 - 09:45

Á Dokkufundinum verður fjallað um mikilvægt samspil vörumerkis, mannauðs og menningar.
Vörumerkjastjórnun snýst meðal annars um arðsemi og þess vegna skiptir uppbygging vörumerkisins öllu máli ef ná á langtíma árangri í rekstri, enda endurspeglast virði fyrirtækis á endanum í virði vörumerkisins.
Sterkt vörumerki hefur áhrif á allt fyrirtækið, það má því spyrja sig hver það er innan fyrirtækisins sem á vörumerkið, er það forstjórinn, markaðsstjórinn eða mannauðsstjórinn? Í þessu samhengi er mikilvægt að stjórnendur geri sér grein fyrir samspili vörumerkis, mannauðs og menningar.

Hver verður með okkur?

Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Brandr

Íris er með MBA frá HR og hefur yfir 15 ára reynslu af stjórnun og stýringu flókinna verkefna fyrir mismunandi fyrirtæki og hefur þannig öðlast færni í að greina og endurskipuleggja viðskiptaferla ólíkra fyrirtækja.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Details

Date:
17. janúar
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.