- This event has passed.
Starfs- og þekkingarþróun í ljósi nýrra tækifæra og krafna
27. október 2022 @ 09:00 - 09:45
Sérfræðingar, alþjóðleg efnahagsráð og ráðgjafafyrirtæki víðsvegar um heiminn leggja sitt að mörkum við að greina, meta og skrá mögulega framtíðarhæfni starfsfólks á vinnumarkaði. Staðreyndin er sú að framtíðin er núna. Breytingar á tækni, og aðrar kröfur á vinnumarkaði, sem skapa ný tækifæri, eru til staðar í núinu og okkar áskorun sem starfsfólk er að horfast í augu við þær. Jafnramt að kanna með hvaða hætti við getum tileinkað okkur þessa breyttu starfshætti, nálganir og nýjungar í eigin starfi. Ljóst er að leiðirnar eru margar og sum ráð betri og hentugri en önnur.
Einhvers staðar verður þó að staldra við og hvar er þá best að byrja?
Hver verður með okkur?
Selma Kristjánsdóttir, fagstjóri starfsmenntamála hjá VR og framkvæmdastjóri Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.