- This event has passed.
Þarf alltaf að vera stafræn vegferð?

Á Dokkufundinum verður fjallað um stafræna vegferð, lærdóm og fræðilegar tengingar, uppbyggingu teyma, stafrænar umbreytingar, stafræna verkefna- og vörustýringu og kúltúrhakk – og leitast við að svara þessum spurningum:
- Um hvað snýst stafræn vegferð og af hverju er hún alls staðar?
- Verður fyrirtækið mitt að vera á stafrænni vegferð?
- Hvar er best að byrja og hverju þarf að huga að?
- Er eitthvað sem þarf að varast og þurfum við raunverulega að breyta einhverju?
- Er þetta kannski bara bóla?
- Gengur þetta ekki bara yfir?
Hver verður með okkur?
Þröstur Sigurðsson hjá Stafrænni Reykjavík á Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar
Þröstur leiðir Stafræna Reykjavík hjá Reykjavíkurborg. Hann hóf störf hjá borginni 2017 eftir að hafa starfað í 7 ár hjá Vinnumálastofnun sem ráðgjafi og þjónustustjóri. Helstu verkefni Stafrænnar Reykjavíkur snúa að stafrænni verkefna- og vörustýringu, innleiðingu hugbúnaðar, stafrænum leiðtogum og vefmálum. Þröstur er með BA gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði frá HÍ, hefur meðal annars lokið PMD stjórnunarnámi frá HR og námi í Digital Innovation Leadership frá Harvard Kennedy School. Þröstur brennur fyrir stjórnsýslu, vinnustaðamenningu og stafrænum lausnum. Þröstur er mikill matgæðingur og heldur meðal annars úti litlu matarbloggi á slóðinni töddibrasar.com
Misstir þú af fundinum?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.