- This event has passed.
Gagnsemi staðla kemur skýrast í ljós þegar þá vantar – ekki satt?
29. nóvember 2022 @ 09:00 - 09:45
Staðlar eru órjúfanlegur hluti af öllum helstu grunninnviðum samfélagsins (og heimsins), en með þeim eru mótuð kröfur og viðmið sem hafa raunveruleg áhrif á daglegt líf þitt. Stundum eru þeir ekki bara hluti af gangverkinu heldur skyldubundinn formlegur hluti regluverksins líka.
Gagnsemi staðla kemur skýrast í ljós þegar þá vantar. Svona eins og þegar maður er kominn til Bretlands, án millistykkja á raftæki. Flest okkar hugsa svo ekkert um staðla þegar allt virkar vel og daglegt líf gengur sinn vanagang.
Á Dokkufundinum verður fjallað um mikilvægi staðla og virði í samfélaginu með því að fara örsnöggt yfir sviðið og varpa ljósi á þessa risastóru en næstum ósýnilegu stoð í íslensku samfélagi sem létt hefur líf okkar allra. Oftast án þess að við tökum eftir því. Hlutirnir bara virka! Stafræn þróun, sjálfbærni og samfélagsöryggi verða á dagskrá ásamt áformum um fyrirhugaða stöðlun á karlmennsku. Já, þú last rétt. Karlmennsku.
Hver verður með okkur?
Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs. Hún er kennari, námsráðgjafi og lögfræðingur með amerískt meistarapróf í samskiptastjórnun og íslensk lögmannsréttindi.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.