fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

FUNDI FRESTAÐ: Gagnadrifnar forvarnir: Planet Youth og útflutningur íslenska forvarnarmódelsins.

8. febrúar @ 09:00 - 09:45

ÞURFUM AÐ FRESTA FUNDINUM UM ÁÓKVEÐINN TÍMA!

Planet Youth er íslenskt fyrirtæki sem flytur út íslenska forvarnarmódelið. Í dag eru verkefni í 17 löndum, hjá 31 samstarfsaðilum sem ná til yfir 500 sveitarfélaga. Planet Youth er að grunni greiningar og ráðgjafafyrirtæki sem vinnur með samstarfsaðilum í hverju landi að aðlögun og innleiðingu gagnadrifinna forvarna. Hjá Planet Youth starfa nú 19 manns af 6 þjóðernum í 4 löndum. Þar af eru Planet Youth starfsstöðvar í 3 löndum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á síðustu árum og hefur velta og starfsmannafjöldi tvöfaldast á milli ára. Planet Youth er svokallað „born global“ fyrirtæki á „blue ocean“ markaði (hugtökin verða útskýrð á fundinum), sem hefur þurft að takast á við öran vöxt í mörgum löndum. Þetta þýðir að stefna, markmið, skipulagsheild, ferlar, menning, samningar og vörumerki hafa þurft að þróast með þetta að leiðarljósi.

Á Dokkufundinum verður saga Planet Youth rakin, Íslenska forvarnarmódelið útskýrt, uppbyggingu Planet Youth lýst og hvaða megináskoranum Planet Youth stendur frammi fyrir.

Hver verður með okkur?

Pall M. Rikhardsson PhD, Chief Executive Officer at Planet Youth

Hvar verðum við?

Á vefnum – í Teams

 

Upplýsingar

Dagsetn:
8. febrúar
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.