fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Skömm – hvaða áhrif hefur skömmin á líf okkar og líðan og hvað er til ráða?

23. maí @ 09:00 - 09:45

Kannast þú við tilfinninguna skömm, að þú skammast þín fyrir eitthvað – veist kannski ekki einu hvað það er, bara nýstandi tilfinning sem gýs upp í tíma og ótíma? Skömm sem á sér engan eða lítinn stað í raunveruleikanum en tilfinningin er raunveruleg og veldur ofast vanlíðan á einn eða annan hátt í daglegu lífi okkar.

Á Dokkufundinum fáum við innsýn í þessa undarlegu tilfinningu sem getur hertekið okkar og komið í veg fyrir að við náum að blómstra og njóta hæfileika okkar og styrkleika.

  • Hvaðan kemur skömmin?
  • Er skömmin alltaf slæm?
  • Hvað getum við gert til að losna undan skömm – horfast í augu við hana?

Hver verður með okkur?

Helga Birgisdóttir – Gegga, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Geggahefur unnið mikið með aðferðafræði The Work eftir Byron Katie og IFS (Internal Family System) sem hefur hjálpað fjölmörgum að horfast í augu við skömmina og losna undan henni.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn þegar hann hefst fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Details

Date:
23. maí
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.