fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Skiptir félagslegur stuðningur á vinnustað máli? Tengsl félagslegs stuðnings, starfsánægju, eineltis og áreitni á vinnustað

6. apríl 2022 @ 09:00 - 09:45

Mikilvægt er að starfsfólki líði vel á vinnustaðnum enda verja flestir stórum hlutaævinnar þar. Vellíðan á vinnustað hefur áhrif bæði á lífsgæði starfsfólks sem og verðmætasköpun fyrirtækja og þjónustugæði stofnanna. Það eru ýmsir þættir í vinnuumhverfinu sem geta valdið vanlíðan hjá starfsfólki og er einelti og áreitni á vinnustað talin hafa neikvæð áhrif á starfsfólk og þar með starfsánægju. Félagslegur stuðningur á vinnustað er hins vegar talinn verndandi þáttur gegn neikvæðum þáttum í vinnuumhverfinu. Hjördís Sigursteinsdóttir og Fjóla Björk Karlsdóttir rannsökuðu árið 2019 tengsl félagslegs stuðnings, starfsánægju, eineltis og áreitni á vinnustað meðal starfsmanna 13 íslenskra sveitarfélaga og ætlar Fjóla að kynna niðurstöðurnar á Dokkufundinum

Hver verður með okkur?

Fjóla Björk Karlsdóttir, aðjunkt við Háskólann á Akureyri

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
6. apríl 2022
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.