Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki sem hafa eða eru að sjálfvirknivæða ýmsa ákvarðanatöku hjá sér hugi að reglugerðum.Lítill vafi leikur á því að helsta keppikeflið á markaði í dag er að finna út hvernig megi sjálfvirknivæða viðskiptaferla, þannig að vöru og þjónustu verði komið fljótar og hagkvæmar til viðskiptavina. Fyrirmyndirnar eru alls staðar, allt frá leigubílaþjónustu til bankalána og annarrar fjármálaþjónustu, þ.m.t. fjárfestingaráðgjöf. Og í ansi mörgum geirum má búast við því