- This event has passed.
Sérfræðingurinn og verkefnastjórinn – hver er munurinn?
21. mars @ 09:00 - 09:45
Á Dokkufundinum verður aðeins farið í saumana á því, að það að vera besti sérfræðingurinn er ekki það sama og vera besti verkefnastjórinn fyrir verkefnið. Oft eru þessir sérfræðingar komnir í hlutverk verkefnastjóra og sitja því beggja vegna borðsins í verkefnum sem þeir stýra, þetta getur skapað ákveðin vandamál og áskoranir. Hvernig tökumst við á við þessa áskorun þarf að gerast út frá hagsmunum verkefnisins en ekki tæknilegri lausn eða útfærslu þess. Við viljum samt alltaf nýta alla þá möguleika sem við höfum til að tryggja sem besta niðurstöðu verkefna sem er verið að framkvæma.
Fundurinn er haldinn í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands
Hver verður með okkur?
Baldur Hauksson, vélaverkfræðingur og leiðtogi Verkefnastofu Orku Náttúrunnar en verkefnastofan saman stendur af 10 manna teymi sem stýrir öllum stærri fjárfestingar verkefnum hjá Orku Náttúrunnar ásamt því að halda utanum verkefnaskránna fyrirtækisins.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.