fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Samskiptasáttmáli Landspítalans, unninn m.a. úr 900 samskiptaatvikum

30. mars 2022 @ 09:00 - 09:45

Lífið gengi svo miklu betur ef okkur öllum tækist alltaf að vanda okkur í samskiptum hvert við annað. Í þessum fyrirlestri mun Dögg Harðardóttir kynna samskiptasáttmála, sem innleiddur var á Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, árið 2018.

Um 700 starfsmenn tóku þátt í að semja sáttmálann á 50 þróunarfundum þar sem unnið var úr yfir 900 atvikum samskipta og þau lögð til grundvallar. Tilgangur samskiptasáttmála er að auka öryggi sjúklinga og bæta líðan starfsmanna.

Þetta verður skemmtilegur og hvetjandi fyrirlestur.

Hver verður með okkur?

Dögg Harðardóttir er hjúkrunarfræðingur, kennari og stjórnendamarkþjálfi. Hún hefur 14 ára stjórnunarreynslu innan heilbrigðisþjónustunnar og starfar í stuðnings- og ráðgjafarteymi Landspítalans, sem sinnir stuðningi við starfsfólk.

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
30. mars 2022
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.