fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hver er uppskriftin af árangursríkum teymum?

25. janúar 2023 @ 09:00 - 09:45

Á tímum þar sem umhverfi fyrirtækja og stofnanna einkennist af óvissu, hraða og sífelldum breytingum verður ríkari þörf fyrir teymi sem eru fær um takast á við flóknar áskoranir og verkefni.

En hver er uppskriftin að árangursríkum teymum? Rannsóknir sýna okkur að svo kallað sálrænt öryggi gegnir þar lykilhlutverki. Í teymum þar sem sálrænt öryggi er til staðar sjáum við meðal annars:

  • Nýsköpun blómstrar
  • Hraðari árangur
  • Aukin gæði
  • Aukin vellíðan starfsmanna

Á Dokkufundinum mun Kristrún að fjalla um hið óáþreifanlega hugtak sálrænt öryggi teyma; af hverju þetta skiptir máli fyrir árangur teyma og fara yfir praktískar leiðir til að byggja það upp.

Hver verður með okkur?

Kristún Anna Konráðsdóttir, teymis- og markþjálfi

Kristrún Anna er reyndur verkefnastjóri & MPM, sem sérhæft hefur sig í mennska hluta verkefna; fólki & teymum. Í dag starfar Kristrún sem teymisþjálfi og þjálfar allskonar teymi í átt að meiri árangri og meiri gleði.Hvar verðum við?

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
25. janúar 2023
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.