fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Aðfangakeðja á háhraða, þar sem hver mínúta skiptir máli

23. október @ 09:00 - 09:45

Því miður þá þurfum við að færa þennan Dokkufund til miðvikudagsins 23. október, við biðjumst velvirðingar á því og vonum að það komi ekki að sök.

Í þessum fyrirlestri skoðum við flóknar áskoranir aðfangakeðju ávaxta og grænmetis – lifandi, deyjandi vörur sem krefjast nákvæmrar meðhöndlunar og skjótra flutninga frá uppskeru stað á fjarlægum slóðum til afhendingar á Íslandi. Í öllu ferlinu skiptir hver mínúta máli, alltaf kapphlaup við tímann!

Við fáum innsýn í hvernig aðfangakeðjan Banana er sett upp fyrir mikinn hraða, hvernig hraðir og skilvirkir flutningar eru lykilatriði til að viðhalda gæðum og ferskleika þessara viðkvæmu vara. Ferðin heim til Íslands getur verið löng og full af áskorunum, en með góðu samspili og skipulagningu er hægt að tryggja að ávextir og grænmeti nái í búðarhillur í réttum gæðum á réttum tíma.

Ef þú hefur einhvern tíma velt því fyrir þér hvernig á að viðhalda ferskleika ávaxta og grænmetis frá uppskeru til neytenda, eða hvernig hægt er að bregðast við óvæntum áskorunum á leiðinni, þá er þessi fyrirlestur fyrir þig. Vertu með og lærðu hvernig Bananar leysa þessa áskorun á hverjum degi.

Hver verður með okkur?

Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana. Jóhanna er mikill reynsluboltu þegar kemur að aðfangakeðjunni og hefur lengi starfað að umbótum á aðfangakeðjum m.a. hjá Innnes einu stærsta innflutningsfyrirtæki landsins á matvöru.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
23. október
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.