Verkefni Rannís eru mjög fjölbreytt og á undanförnum árum hefur starfsemi Rannís vaxið og mannauður eflst.
Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.
Í ljósi þessa er sjálfsagt að spyrja: Fyrir hverja er þjónusta Rannís og hvað er í boði, hvaða tækifæri bjóðast með þeim sjóðum og áætlunum sem Rannís hefur umsjón með?
Á þessum Dokkufundi fáum við innsýn í starfsemi Rannís, hver þjónustan er og hvaða tækifæri eru til stuðnings fyrir einstaklinga, hópa, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök innan sem utan landssteinanna.
Davíð Fjölnir Ármannsson, kynningarfulltrúi Rannís
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.