- This event has passed.
Píetafræðslan og sjálfsvígsforvarnir, hjálpleg bjargráð og viðvörunarmerki
7. febrúar @ 09:00 - 09:45
Undanfarin ár hefur verið mikil vitundarvakning í samfélaginu varðandi geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Það þykir eðlilegra að ræða geðrænan vanda í dag heldur en hér áður fyrr og félagasamtök sem sinna geðrækt verða sífellt sýnilegri. Píeta samtökin eru sjálfsvígsforvarnarsamtök sem sinna fólki í sjálfsvígshugleiðingum, sjálfsskaða og aðstandendum þeirra. Árlega látast að jafnaði 39 manns á Íslandi af völdum sjálfsvíga.
Á Dokkufundinum fáum við innsýn í hver Píeta samtökin eru, hugmyndafræði samtakanna, hvernig meðferðinni er háttað og mikilvægi sjálfsvígsforvarna. Einnig verður farið yfir mikilvægi sjálfsvígsforvarna, hjálpleg bjargráð og viðvörunarmerki.
Hvar verður með okkur?
Gunnhildur Ólafsdóttir, sálfræðingur og fagstjóri hjá Píeta samtökunum
Einar Hrafn Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum
Hvar verðum við?
Á vefnum – í Teams