fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Kveðjum snillinginn!

22. nóvember 2023 @ 09:00 - 09:45

Ath. Dokkufundurinn verður EKKI tekinn upp

Það er mikið framboð og eftirspurn eftir snillingum ef marka má athugasemdir á samfélagsmiðlum og atvinnuauglýsingar meðan staðreyndin er sú að við erum flest meðalmenni. Hamrað er á að við eigum að fylgja köllun okkar og vera sífellt besta útgáfan af okkur sjálfum. Hvaða áhrif hafa þessar óraunhæfu kröfur á mannauðsstjóra og fólkið sem það ræður í vinnu – eða ræður ekki? Óttinn við að mistakast lamar okkur. Hann kemur í veg fyrir að við þorum að stíga fram og gera það sem okkur langar til að gera. Og það sem við þurfum að gera.
Í þessu erindi verður fjallað um fullkomnunaráráttu, hugleysi og hvernig þjálfa má hugrekki. Fyrirlesari leitar í smiðju Dr Brené Brown, Design Thinking og jákvæðrar sálfræði.

Hver verður með okkur?

Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi með diploma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði

Ragnhildur er einnig vottaður Dare to Lead og Five Behaviors of Cohesive Teams þjálfari – en það fyrra er úr smiðju Dr Brené Brown og það síðara Lencioni.  Hún er einnig vottaður Designing Your Life Coach og nýtur þess að vinna með einstaklingum og teymum.

Hvar verðum við?

Á vefnum – í Teams

Upplýsingar

Dagsetn:
22. nóvember 2023
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.