fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Samfélagsmiðlar og persónuvernd: Hvað má og hvað má ekki gera á samfélagsmiðlum?

14. nóvember @ 09:00 - 09:45

Samskipti fólks hafa tekið stakkaskiptum á undanförnum áratugum, ekki síst með tilkomu Netsins. Hlutfall notkunar samfélagsmiðla á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum og eru miðlarnir því orðnir mikilvægur hluti daglegs lífs flestra.

Á Dokkufundinum verður fjallað um það frá sjónarhorni persónuverndar og farið yfir hvenær reynir á mörk stjórnarskrárvarinna réttinda, þ.e. tjáningarfrelsis annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar. Þá verður litið á hvaða nethegðun einstaklinga felur í sér tjáningu sem ekki fellur undir valdsvið Persónuverndar eins og það er skilgreint í lögum nr. 90/2018.

Hver verður með okkur?

Rebekka Rán Samper, lögfræðingur og verkefnastjóri fræðslumála hjá Persónuvernd

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
14. nóvember
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.