- This event has passed.
Inngilding: Áhrif jákvæðs orðaforða á líðan og hamingju starfsfólks
1. nóvember @ 09:00 - 09:45
ATH. Þurfum því miður að færa Dokkufundinn til 1. nóvember, hlökkum til að sjá ykkur þá!
Fjölmenning og inngilding (e. inclusion) eru sífellt mikilvægari þættir í þróun vinnustaða. Hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini, sem rekur BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna, er nær helmingur starfsfólks af erlendum uppruna. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á aukna velsæld og tók nýverið þátt í Velsældarþingi í Reykjavík, þar sem fjallað var um áherslur og sýn fyrirtækisins á velsældarhagkerfi, þar sem leitast er við að forgangsraða lífsgæðum og velferð út frá breiðum grunni.
Á Dokkufundinum segir Helga Fjóla frá helstu niðurstöðum verkefnisins ásamt því að fjalla um helstu áherslur þegar kemur að vellíðan starfsfólks. Hún bendir á að aukin fjölmenning skapar bæði fjölbreyttar áskoranir og tækifæri. Niðurstöður verkefnisins undirstrika mikilvægi þess að styrkja jákvæðan orðaforða en andleg vellíðan er algjört lykilatriði þegar kemur að inngildingu.
Við fáum einnig innsýn í lokaverkefni Helgu Fjólu í Jákvæðri sálfræði við EHÍ en þar nýtti hún stafræna íslenskukennarann BaraTala sem hluta af verkefninu, sem beindist að því að skoða áhrif jákvæðs orðaforða á líðan og hamingju starfsfólks.
Hver verður með okkur?
Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins,
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.