- This event has passed.
Hvað er í matnum mínum? Merkingar og innihaldslýsingar á matvælum
15. nóvember 2023 @ 09:00 - 09:45
Fjallað verður um hvaða kröfur löggjöf gerir til upplýsinga sem gefnar eru um matvæli á umbúðum eða á annan hátt. Hvaða upplýsingum eiga neytendur rétt á og hvað þarf ekki að gefa upplýsingar um? Hvernig á að gefa upplýsingar?
Hver verður með okkur?
Katrín Guðjónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun.
Katrín er lífefnafræðingur, M.Sc., að mennt sem hefur starfað sem sérfræðingur hjá Matvælastofnun um margra ára skeið. Hún hefur víðtæka þekkingu á matvælalöggjöf, innihaldsefnum, aukefnum, merkingum og fullyrðingum, fæðubótarefnum og aðskotaefnum.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.