Loading Events

« All Events

“Kem aftur eftir fimm” – Fjarvinna sem virkar.

8. janúar 2026 @ 09:00 - 09:45

Vinnufyrirkomulag á mörgum vinnustöðum hefur breyst hratt á undan undanförnum árum og eru fjarvinna og sveigjanlegt vinnufyrirkomulag nú orðin fastur hluti af menningunni á mörgum vinnustöðum.

Sumir dafna í þessu fyrirkomulagi – njóta sveigjanleikans á meðan aðrir eiga erfiðara með það, bæði starfsfólk og stjórnendur.

Til þess að fjarvinna virki þarf að huga að mörgu svo hún hafi ekki neikvæð áhrif á afköst, samskipti og líðan enda skiptir fjarvinna og sveigjanleiki miklu máli fyrir bæði einstaklinga og vinnustaði.

Hildur Jóna frá HumanAtWork ehf. mun fara yfir nýlegar rannsóknir um kosti og galla fjarvinnu, algenga áhættuþætti og hagnýtar leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og auka jákvæð áhrif.  Hvað vinnustaðurinn getur gert, hvert er hlutverk starfsfólks/stjórnenda og hvað starfsfólk/stjórnendur geta gert til að bæta einbeitingu, samskipti og afköst.

 

Hver verður með okkur?

Hildur Jóna frá HumanAtWork ehf.

Hildur Jóna hefur áratugareynslu innan vinnusálfræði og byggir erindið á rannsóknum innan vinnu- og umhverfissálfræði.

Hæfniþættir

Á Dokkufundum er lagt upp með að efla hæfni þátttakenda, til að viðhalda og auka atvinnuhæfni þeirra – og sem styðja þátttakendur almennt við að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.

Á fundunum tengjum við ýmist við þá hæfniþætti sem WEF (World Economic Forum) hefur sagt að verði í mestri eftirspurn til næstu ára
eða þá hæfniþætti sem McKinsey hefur sagt að við þurfum á að halda til að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.

Á þessum fundi fá þátttakendur fróðleik sem tengist

  • hæfniflokki WEF sem kallast Stjórnunarfærni (e. Management Skills). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
    • Mannauðsstjórnun
    • Auðlindastjórnun og rekstur
    • Gæðastjórnun
  • hæfniflokki McKinsey sem kallast Persónuleg hæfni (e. Interpersonal). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
    • Virkjun kerfa
    • Uppbygging sambanda
    • Skilvirk teymisvinna

Hvar verðum við

Á vefnum – í Teams

Details

  • Date: 8. janúar 2026
  • Time:
    09:00 - 09:45
  • Event Category:

Venue

  • Á vefnum