fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hvert stefnir island.is?

11. október @ 09:00 - 09:45

Ísland.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Þar geta fólk og fyrirtæki fengið upplýsingar og notið margvíslegrar þjónustu. Vefurinn fór í loftið í núverandi mynd haustið 2020 og hlutverk hans er að vera miðlæg þjónustugátt og koma upplýsingum um opinbera þjónustu á einn stað.

  • Hvert stefnir island.is, hvað er nýtt á vefnum og hvað er væntanlegt.
  • Geta bæði einstaklingar og fyrirtæki notað vefinn?
  • Hvaða þjónusta er mest notuð á island.is?
  • Er island.is öruggur vefur?
  • Munu allar opinberar stofnanir vera með vefsvæði sitt á island.is
  • Er hægt að nálgast veðbókarvottorð á island.is?
  • Ofl og fl. spuningum verður leitast við að svara

Notendur Dokkunnar geta sent fyrirspurn varðandi island.is á dokkan@dokkan.is og við munum koma þeim áfram til gestana okkar.

Hverjir verða með okkur?

Sigurbjörn Reginn Óskarsson, vörustjóri hjá Stafrænt Ísland.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
11. október
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.