Markmið jafnlaunastaðalsins (ÍST 85:2012) er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á sínum vinnustað. Staðallinn nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann á að tryggja fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að innleiða staðalinn þarf að setja upp verkáætlun, gera stöðumat og fara yfir það hverjir af þeim þáttum sem gerðar eru kröfur