fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hvað viltu, hvað máttu? Valfærni er valdfærni – veittu þér heimild

9. desember 2022 @ 09:00 - 09:45

VILJI ER VERKNAÐUR.

Valfærni er valdfærni og trúverðugleiki er forsenda heimildar. ÁBYRGÐ (Valfærni) er að fyrirgefa sjálfum sér fyrir eigin hegðun og elska heiminn eins og hann er, núna. Að skilja að fram að þessu höfum við viljað til okkar allt sem við höfum, því annars hefðum við ekki viljað það til okkar.

Ábyrgð er að gera aldrei annan einstakling eða aðstæður ábyrgan fyrir eigin líðan: „Ég ber ábyrgð á því hver ég er og hvar ég er, hvernig mér líður, hvaðan ég kom, hvað ég hef í lífinu og hvað ekki, hvert ég er að fara, á hvaða forsendum ég lifi og mun lifa og hvernig ég vel að ráðstafa athygli minni og orku.“

Ég vil mig umbúðalaust og er valfær, viljandi vera. HVERSU LANGT LEYFIRÐU ÞÉR AÐ FARA? Þótt þú vitir og skiljir er ekki þar með sagt að þú hafir heimild fyrir breytingum – að þú trúir því að þú eigir skilið að gera jákvæðar breytingar í eigin lífi. Oft felst mesti sársaukinn í því að vita og skilja – án þess að framkvæma. Kraftaverkið gerist því þegar þú framkvæmir og setur kraft í verkið sem fyrir þér liggur. Kraftaverkið gerist þegar þú sannar fyrir bæði þér og heiminum að þú viljir það sem þú segist vilja.

Framkvæmd er eina leiðin til að sýna fram á heimild sína, sanna hana og staðfesta.

Á Dokkufundinum mun Guðni hvetja okkur til að njóta lífsins í fullri gnægð 💛

Hver verðu með okkur?

Guðni Gunnarsson – hinn eini sanni.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
9. desember 2022
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.