Það er alls ekki ljóst um hvað fólk er að tala þegar orðið “Agile” er notað. Hér verður reynt að skilgreina betur við hvað er átt og greina mikilvægustu þættina sem svo hægt er að nota til að byggja frekar ofaná ef því sem hentar í hverju tilfelli fyrir sig.
Pétur hefur starfað í tækni- og sprotageiranum í 20 ár og hefur snert á flestu sem viðkemur hugbúnaðargerð, teymum, vinnulagi og fyrirtækjamenningu. Að skapa aðstæður fyrir fólk til að gera flotta hluti er hans helsta ástríða, hvort sem það er í fyrirtækjum, háskólanámi eða í ræktinni.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.