fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hindranir í starfsþróun kvenna

19. mars @ 09:00 - 09:45

Árlega kemur út skýrslan „Women in the workplace“ sem McKinsey og Company og LeanIn.Org gefa út. Skýrslan fjallar um stöðu kvenna á vinnumarkaði í Bandaríkjunum og er byggð á upplýsingum frá um 270 fyrirtækjum þar sem starfa yfir tíu milljón manns. Upplýsingarnar eru úr könnun sem lögð var fyrir rúmlega 27.000 starfsmenn og að lokum viðtölum sem tekin voru.

Skýrslan í ár fjallar um þær hindranir sem konur verða fyrir á vinnumarkaði, en skýrslur undanfarinna ára sýna skýrt að starfsþróun kvenna er með öðrum hætti en starfsþróun karla. Þrátt fyrir að hlutfall kvenna í æðstu stjórnendastöðum hafi sem betur fer aukist, þá eru hlutfallslega færri konur í  yfirstjórn og millistjórnendur en karlar.

Skýrslan byrjar á að fjalla um og hrekja fjórar „þekktar “ mýtur/staðhæfingar sem notaðar hafa verið til að skýra hvers vegna starfsþróun kvenna er með öðrum hætti en starfsþróun karla.

Við skyggnumst undir yfirborð skýrslunnar og fáum að vita hvað er að gerast í raun og veru varðandi mismunandi starfsþróunarferli karla og kvenna.

Hver verður með okkur?

Drífa Sigurðardóttir hjá Attentus

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
19. mars
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.