fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hvort viltu 240.000 krónur í vasann eða henda þeim í rusið?

2. mars 2023 @ 09:00 - 09:45

Meðal einstaklingur á Íslandi hendir um 90kg. af mat á ári – er það virkilega satt?

Að leifa mat er ekki góður siður. Ekki nóg með að þá fari maturinn sjálfur til spillis og enginn fær að njóta hans heldur er um leið verið að sóa fjármunum og auðlindum jarðar. Þar að auki tekur maturinn mikið pláss á urðunarstöðum heimsins, kyrfilega pakkaður í plastpoka og fluttur um langan veg.

Vestræn lönd sóa gífurlegu magni matvæla á hverju ári sem hefðu hugsanlega geta brauðfætt milljónir manna. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna metur það sem svo að 1,3 milljón tonn af matvælum fari í ruslið á hverju ári. Semsagt um þriðjungur þess matar sem keyptur fer beint í ruslið.

Talið er að á Vesturlöndum hendi hver einstaklingur nýtanlegum mat að virði um 60.000 króna á ári. Í fjögurra manna fjölskyldu gerir það 240.000 krónur á ári. Hver vill ekki nýta þessar krónur í aðra hluti en til metanframleiðslu á urðunarstöðum?

Á Dokkufundinum verður farið yfir nokkrar einfaldar aðgerðir til að minnka matarsóun inni á heimilinu. Hver vill ekki frekar gera eitthvað skemmtilegt við peningana sína í stað þess að henda þeim í rusið?

Hver verður með okkur?

Ebba Guðný, kennari, þáttagerðakona, bókaútgefandi, fyrirlesari, leikkona, heilsugúrú og húsmóðir

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
2. mars 2023
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.