- This event has passed.
Hagfræði 101: Grunnhugtök hagfræðinnar og hvað þýða þau
6. desember 2023 @ 09:00 - 09:45
Á Dokkufundinum verður gefin innsýn í grunnhugtök hagfræðinnar, sem við heyrum stöðugt í fréttum og fjölmiðlum.
Fjallað verður um hvað er hagfræði og farið verður yfir helstu hagstærðirnar á borð við verðbólgu, hagvöxt, atvinnuleysi, vexti o.fl. Skoðað verður hvernig breytingar á einni stærð hefur áhrif á aðra og hvernig það birtist okkur í daglegu lífi.
Hver verður með okkur?
Ingibjörg Erla Þórhallsdóttir, kennari við viðskiptadeild Verzlunarskóla Íslands.
Ingibjörg Erla er hagfræðingur, B.Sc., að mennt og kennir þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði og fjármálalæsi við Verzlunarskóla Íslands en starfaði áður við lánadeild Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.