
Á Dokkufundinum fáum við að sjá hvernig gervigreind getur gagnast í daglegu starfi. Farið verður yfir fjórar mismunandi leiðir og sýnir dæmi sem allir geta nýtt strax eftir fyrirlesturinn. Einnig verður rætt um hvernig fyrirtæki geta innleitt lausnir fyrir starfsfólk, sjálfvirknivætt ferla og bætt yfirsýn og stjórnun með hjálp gervigreindar.
Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn áður en honum lýkur fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.