Loading Events

« All Events

Gagnrýnin hugsun sem hæfni

22. janúar 2026 @ 09:00 - 09:45

Gagnrýnin hugsun er einn þeirra hæfniþátta sem hafa orðið sífellt meira lykilatriði fyrir menntun og atvinnulíf, ekki síst vegna tilkomu sjálfvirknivæðingar og þróunar skapandi gervigreindar.

Sú hæfni að geta beitt gagnrýninni hugsun verður sífellt verðmætari í framtíðinni þar sem tækniþróun mun halda áfram að breyta vinnumarkaðnum og margs konar leikni og færni færast yfir á svið vél- og hugbúnaðar.

Í erindinu verður farið yfir eðli, einkenni og áskoranir gagnrýninnar hugsunar og útskýrt hvers vegna slík gerð hugsunar hefur aldrei verið mikilvægari en í samtímanum og hvernig má veita henni rými í faglegu umhverfi.

 

Hver verður með okkur?

Henry Alexander Henrysson aðjúnkt við sagnfræði- og heimspekideild
og sérfræðingur við Siðfræðistofnun HÍ

Hæfniþættir

Á Dokkufundum er lagt upp með að efla hæfni þátttakenda, til að viðhalda og auka atvinnuhæfni þeirra – og sem styðja þátttakendur almennt við að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.

Á fundunum tengjum við ýmist við þá hæfniþætti sem WEF (World Economic Forum) hefur sagt að verði í mestri eftirspurn til næstu ára
eða þá hæfniþætti sem McKinsey hefur sagt að við þurfum á að halda til að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.

Á þessum fundi fá þátttakendur fróðleik sem tengist

  • hæfniflokki WEF sem kallast Vitræn hæfni (e. Cognitive skills). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
    • Greiningarhugsun
    • Sköpunargáfa
    • Kerfishugsun
    • Fjöltyngi
    • Lestur, skrif og stærðfræði
  • hæfniflokki McKinsey sem kallast Vitræn hæfni (e. Cognitive). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
    • Gagnrýnin hugsun
    • Skipulag og vinnulag
    • Samskipti
    • Andlegur sveigjanleiki

Hvar verðum við

Á vefnum – í Teams

Details

  • Date: 22. janúar 2026
  • Time:
    09:00 - 09:45
  • Event Category:

Venue

  • Á vefnum