- This event has passed.
Fjórar kynslóðir á sama vinnustað? Hvað eiga þær sameiginlegt? Hvað skilur þær að?
24. janúar @ 09:00 - 09:45
Við fáum að heyra niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem fyrirtækið Prósent gerði í spetember sl.. Þar svöruðu fjórar kynslóðir 54 spurningum um ýmis mál tengd lífi og starfi. En margir vinnustaðir glíma við það nú, að munurinn á milli kynslóða innan starfsmannahópa er mjög mikill, enda í fyrsta sinn á vinnumarkaði þar sem kynslóðirnar eru fjórar.
Þær kynslóðir sem um ræðir eru:
- Uppgangskynslóðin (e. baby boomers) er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946-1964.
- Kynslóð X er fólk fætt á tímabilinu 1965 til 1979.
- Y kynslóðin (aldamótakynslóðin, e. millenials) er fólk fætt á árunum 1980 til 1994.
- Z kynslóðin (þekkt á ensku sem gen z eða zoomers) er fólk fætt á árunum 1995 til 2012.
Ásamt fjölmörgum öðrum áhugaverðum niðurstöðum, sem margar hverjar komu á óvart, kemur fram í rannsókninni að uppgangskynslóðin, eða „the baby boomers“ drekkur oftast áfengi þegar kynslóðirnar fjórar eru bornar saman en unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar afar stutt við á vinnustöðum.
Hver verður með okkur?
Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósent
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.