
Advania brást hratt við breyttum aðstæðum í upphafi faraldurs og hefur viðhorf gagnvart fjarvinnu og líðan starfsfólks verið könnuð ört síðastliðin tvö árin. Í dag og til frambúðar verður Advania tvinnustaður þar sem starfsfólki gefst kostur á að blanda saman vinnu á starfsstöð fyrirtækisins og vinnu að heiman, á kaffihúsi eða í raun hvar sem er. Til að tvinnustaðurinn virki sem best hefur verið lögð áhersla á að skapa ramma utan um tvinnustaðinn sem býður uppá sveigjanleika, mætir ólíkum þörfum starfsfólks, en dregur jafnframt fram kosti bæði þess að hittast í persónu og að geta unnið hvar sem er. Farið verður yfir þá stefnu sem Advania hefur sett varðandi tvinnu og góð ráð um breyttar áherslur í stjórnun á tvinnustað.
Hverjir verða með okkur?
- Hinrik Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri, mannauður og ferlar
- Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri
Misstir þú af fundinum?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.