fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Eru streita og kvíði að skemma fyrir þér daginn? Viltu öðlast frelsi?

28. september 2022 @ 09:00 - 09:45

The World Economic Forum eða Alþjóðaefnahagsráðið, sem sérhæfir sig í greiningu á framtíðarfærni, hefur skilgreint 10 mikilvægustu hæfniþætti samtímans og meðal þessara þátta eru seigla, streituþol og sveigjanleiki.  Dokkufundurinn er tileinkaður þessum hæfniþætti – þ.e. hvernig getum við betur fengist við erfið verkefni, streitu og óreglu – og komið heil frá öllu saman.

  • Hvað er það sem stýrir líðan okkar og velgengni á vinnustað?
  • Hvað veldur kvíða, vanlíðan og streitu á vinnustað sem jafnvel getur endað með kulnun?
  • Hef ég eitthvað með þetta sjálf/ur að gera eða snýst þetta allt um hversu há laun ég fæ, fríðindin, eða vinnuaðstæður?
  • Hvernig getum við verið í frelsi og vellíðan á vinnustað og komið í veg fyrir vanlíðan, streitu og kulnun?
  • Er hægt að vera glaður, afkastamikill, frjáls og í vellíðan alla daga í vinnu? Hvernig?
Í þessum kraftmikla fyrirlestri verður þessum spurningum velt upp og svarað og farið yfir það hvernig við getum látið okkur líða vel í vinnunni. Eins verður stutt en afar áhrifarík hóp-dáleiðsla í lok fyrirlestrar sem mun hjálpa okkur að eyða streitu, þreytu og auka gleðina okkar í vinnunni!
Fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa að hlusta á dáleiðslu er unnt að niðurhala þeim frítt hér og hlusta.

Hver verður með okkur?

Sara Pálsdóttir, dáleiðari, frumkvöðull og fyrirlesari – (og lögmaður)

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
28. september 2022
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.